Leita í fréttum mbl.is

Montblogg eftir læknaheimsókn:)

Við fjölskyldan fórum til heimilislæknisins okkar í gær þar sem ég var bókuð í læknisskoðun vegna óléttunnar og Hermann í 3ja ára "tjékk". Ég verð nú að viðurkenna að ég var búin að kvíða svolítið þessari skoðun þar sem ég vissi í raun ekkert hvað ætti að skoða, nema ég var fullviss um að Hermann yrði mældur og viktaður og að ég yrði líka viktuð....en vikt er eitt af því sem ég hata mest í heiminum og ekki stigið á slíkt kvikindi síðan í fyrstu skoðun á 8. viku!
Allavegana.....þegar við komum á læknastofuna þá var Hermann sofandi í fanginu á Ragga eftir Hermann flotturlangan leikskóladag en vaknaði áður en læknirinn kallaði okkur inn og fór mjög alvarlegur á svip inn í skoðunarherbergið. Þar settist minn maður á stól og rétti fram eyrun....enda það eina sem læknirinn hefur gert fyrir Hermann síðan við fluttum út er að kíkja í eyrun. En þar sem það var hjartað sem læknirinn ætlaði að byrja á að hlusta þá lyfti minn maður bara upp peysunni möglulaust og leyfði honum að hlusta sig í bak og fyrir. Því næst var honum sagt að ganga fram og tilbaka um stofuna til að skoða göngulagið og gerði hann það. Svo var vigtað og hæðin mæld og aldrei heyrðist múkk í mínum manni, gerði bara allt eins og honum var sagt og tók þessu "starfi" sínu mjög alvarlega. Eftir þetta var farið inn á skrifstofuna þar sem eyrun voru skoðuð til þrautar....og aldrei mótmælti Hemmi litli. Þegar skoðuninni var lokið settist læknirinn í stólinn sinn og skráði í gögnin og ræddi við okkur. Á meðan á þessari umræðu stóð sat Hermann með krosslagðar hendur á borðinu og kinkaði kolli með reglulega millibili. Þegar honum var þakkað fyrir að vera duglegur strákur og að hann væri búinn í allri skoðun þá sagði minn maður "má ég fá verðlaun". Frekar fyndinn og auðvitað fékk hann að velja sér verðlaun:)
Hermann fékk rosa fína skoðun, er orðinn 99 cm. og 16 kíló...hár miðað við aldur og "meðaltal" í þyngd...semsagt hár og slank eins og foreldrar sínir, hóst, hóst:) En því miður ætla eyrun að halda áfram að vera til vandræða fyrir hann. Enn gat á hljóðhimnunni en rörið samt farið (sennilega núna um páskana því það hefur lekið gröftur/mergur úr eyranum á honum allt páskafríið). Nú verðum við að vera vakandi fyrir því að hann fái ekki sýkingu og má hann t.d. ekki fara í sund. Sem betur fer eigum við tíma hjá heyrnarsérfræðingi eftir mánuð og þá kemur í ljós hvað verður gert. Greyið litla...smá læknamistök fyrir tæpu ári síðan virðast ætla að hafa langan eftirmála:(

En jæja...þá var komið að minni skoðun.....mér sagt að leggjast á bekk og svo var hlustað á hjartsláttinn í bumbubúanum. Svipurinn á Hermanni var kostulegur...vildi óska að ég ætti hann á filmu!! Eftir að hafa hlustað á skruðningar og hjartslátt þá sagði Hermann "barnið tala". Þrátt fyrir að við reyndum að útskýra fyrir honum að þetta væri hjartað í barninu þá stóð hann fastur á því að það hafi verið að tala og tilkynnti ömmu sinni það síðar um daginn í símann.  Því næst fékk Hermann að mæla blóðþrýstinginn á mér með aðstoð læknisins og fannst honum það sko ekki leiðinlegt. Eftir góða skoðun þá bað Hermann lækninn vinsamlegast um að gefa mömmu líka verðlaun!! Greinilegt að hann hugsar vel um mömmu sína þessi elska:)  En þegar ég sagðist ekki þurfa verðlaun þá sagði hann mér að ég mætti fá ís!! Algjör dúlla. Weight_-cartoon_scale[1]

Það er alveg yndislegt hvað börnin manns geta endalaust komið manni á óvart....Hermann gerði allt sem hann var beðinn um án þess að mótmæla eða kvarta og var svo áhugasamur um allt sem var verið að gera við mömmu sína....alveg einstakur þessi sonur minn og er ég svo montin af honum.
Hvað viktarófétið varðar.....þá er ég bara búin að þyngjast um 1,5 kíló alla meðgönguna (25 vikur) og flaug í sæluvímu af viktinni aftur:)

Ef bara allar "viktaruppáferðir" og læknaheimsóknir væru svona skemmtilegar......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hermann var sannarlega stjarna dagsins! Emil vinur hans kom í heimsón á SSR í gærdag og gerði mikla lukku. Talaði dönsku við Lone og allt .... En, til hamingju með væntanlega fjölgun, Berta, vona að allt gangi afspyrnu vel!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hermann er herramaður. Enda á hann æðislega foreldra. Flott að allt gengur vel. Bið að heilsa snáða mínum. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 27.3.2008 kl. 23:50

3 identicon

Sælar flottur strákur og veit alveg hvernig á að koma fram, það er líka gott þegar er hugsað um mömmu. Gaman að heyra að óléttan gangi vel hjá þér og allt fínt að frétta af bumbubúanum.

kveðja úr sólini á spáni 

Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:29

4 identicon

Gaman að heyra að allt lítur vel út.  Við sigrum bara viktinna seinna Berta mín.  Gott að heyra að þú ert ekki að þyngjast meira en þetta.  Hermann stendur sig eins og hetja hann á eftir að verða fyrirmyndarstóri bróðir.  Vonandi sjáið þið fyrir endan á þessum læknamistökum.  Bið að heilsa ykkur. 

Kossar og knús

Elín Hulda (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Já Hermann er svona eintak sem fær eggjastokkana til að taka kipp.

Veit nú alveg hvað ég myndi gera ef ég ætti mann ...

Kristbjörg Þórisdóttir, 2.4.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband