Leita í fréttum mbl.is

Páskasælan búin.

Það var mikil sorg í gangi hér í morgun hjá syninum þegar hann vaknaði og sá að amma sín og Ásta voru farnar. "Hemmi líka í flugvél" sagði hann og fór að gráta. Þetta var mikið rætt í gærkvöldi og vildi hann ekki kveðja ömmu sína og Ástu fyrir svefninn og því var bara "góða nótt" látið nægja svo hann færi sáttur að sofa og gæfi ömmu sinni og frænku koss og knús. Þær fóru svo í bítið í morgun á lestarstöðina og svaf þá litli kall ennþá. Eftir mömmuknús og sannfæringu um að hann færi seinna í flugvélina róaðist hann og tók gleði sína á ný, enda leikskóladagur í dag eftir langt frí. Með Ástu sinni á Himmelbjerget

Því miður var þetta páskafrí allt of fljótt að líða. Tengdamamma og Ásta mágkona komu hér aðfaranótt föstudags og var alveg yndislegt að hafa þær hjá okkur. Stoppið var bara allt of stutt. Þær komu færandi hendi og týndu endalaust upp úr töskunum sínum handa okkur fjölskyldunni. Páskaegg, baunir, cocoa puffs, Royal búðingur, norðlenskur ferskur fiskur og margt fleira kom upp úr töskunum ásamt fullt af gjöfum handa Hermanni. Mamma og pabbi sendu okkur líka ýmislegt íslenskt ásamt páskaeggjum og fékk Hermann síðbúnar jólagjafir frá Íslandi líka. Ástarþakkir fyrir okkur þið öll....þið eruð frábær:)

Á veitingarstað í ÁrósumÞrátt fyrir frekar leiðinlegt veður um páskana þá reyndum við að nota dagana vel með tengdamömmu og Ástu. Föstudagurinn fór í bíltúr um Horsens og í "fjallgöngu" upp á Himmelbjerget. Búið var að opna turninn og hótelið þannig að við fórum upp á topp í turninum og svo á hótelið á kaffihlaðborðið. Laugardeginum var eytt í Bytorv og Bilka. Á sunnudaginn tókum við daginn rólega og borðuðum snilldar páskalamb sem þær mægður komu með frá Íslandi og höfðum það kósý fram eftir kvöldi. Í gær fórum við í bambagarðinn í Árósum eftir að Raggi og Hermann höfðu búið til flottan snjókarl á pallinum. Við höfðum með okkur gulrætur í poka og gáfum bömbunum. Síðan löbbuðum við um miðbæ Árósa og fengum okkur að borða þar. 

Ég yrði ekki hissa þó að tengdamóðir mín og Ásta yrði þreyttar eftir þessa Ég og Hemmi á páskadagdaga hjá okkur því ekki fengu þær mikla pásu hér á daginn vegna Hermanns sem bað þær í sífellu að leika við sig í boltaleik:) Hann á heldur betur eftir að sakna ömmu sinnar og frænku næstu daga.

Takk elsku Domma og Ásta fyrir að koma til okkar yfir páskana og létta okkur lundina. Takk fyrir allar gjafirnar og matinn.....það var frábært að hafa ykkur hjá okkur:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda:)

 enn og aftur takk fyrir mig....þetta var sko langþráð frí og hefði ég sko verið til í að njóta þess að vera í dekri hjá ykkur miklu lengur;) alveg ljóst að maður fer að skoða það að koma aftur þegar það er tekið svona vel á móti manni...ég er reyndar ennþá með illt í maganum eftir allt súkkulaðiátið og gosþambið!!!! en það er nú ekki ykkur að kenna hahaha

knús á línuna,

Ástan

Ásta (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hey, ég verð að sjá Hemmelbjarget aftur. Labba upp á "toppinn". I´ll be back. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 25.3.2008 kl. 23:50

3 identicon

Gleðilega páska þið öll;))

En þar sem ég gleymdi símanum mínum i dag í vinnunni eins og svo oft áður, ákvað ég að bregða á það ráð að reyna að koma á þig skilaboðum hér.

Viltu ekki koma til mín í fyrró ca. 10 mín í 10, ég verð nefnilega eiginlega að fara á mínum bíl, ef ég þarf að fara beint þú skilur.

Nennirðu að segja tékk á mínu bloggi þegar þú hefur lesið þetta svo að ég sofi róleg í nótt;))

Sjáumst á morgun!

Kv. Steinunn viðutann

Steinunn (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband