Leita í fréttum mbl.is

Gleðilega páska!

paskaungiÞá er kominn Skírdagur og hér á bæ eru allir komnir í páskagírinn. Búið að þrífa, versla inn og skreyta...þó aðallega með gömlum ungum af páskaeggjum sem ég hef haldið uppá í gegnum tíðina:) Hermanni fannst nú ekki leiðinlegt að fá að skreyta með móður sinni í gær, enda með eindæmum hjálpsamur í öllum heimilisverkum. En það er nú alltaf svoleiðis með hann hvort sem við skreytum með jólasveinum, páskaungum eða öðrum fígúrum að þegar ég raða í beina röð með jöfnu millibili (eins og mér einni er lagið) þá tekur hann allt og setur saman í einn hnapp.....ástæðan jú sú að allir eiga að vera saman!! Þannig að nú fá t.d. litlu páskastytturnar mínar (6 talsins) að vera í einni hrúgu á sjónvarpsskápnum:)

Á þessum tíma á Íslandi var vaninn að keyra norður til að vera með fjölskyldunni og njóta daganna með þeim, borða vel og mikið, lesa málshætti og gleðjast. Að vera svona langt í burtu frá öllum er aldrei auðvelt og fann ég svo sannarlega fyrir því um jólin og áramótin. Þessir páskar verða sem betur fer ekki eins erfiðir og heimþráin ekki eins mikil því tengdamamma og Ásta mágkona koma í kvöld og verða hjá okkur yfir hátíðina....Guði sé lof:)

Margt hefur breyst undanfarin ár hvað varðar hátíðleika páskanna.....þegar ég ólst upp þá var t.d. Föstudagurinn langi mjög heilagur dagur og mátti helst ekkert gera þann dag. Allt sem gert var kom "niður" á Jesú. Við systkinin reyndum að slást sem minnst því ef við slógum ascensionþá vorum við að slá Jesú í leiðinni....allavegana var það minn skilningur hvort sem mér hafi verið sagt það eða ekki. Fyrir mér er þessi dagur enn hátíðlegur og finnst mér t.d. alveg út í hött að búðir séu opnar á þessum degi. En svo virðist sem einhverjar búðir hér í Danmörku séu opnar og ég veit að svo er einnig á Íslandi. Ætli páskarnir verði "dottnir út" eftir önnur 20 ár? Fleiri og fleiri skrá sig úr þjóðkirkjunni, fleiri og fleiri eru trúlausir og því spurning hver sé tilgangur páskafrísins...já eða jólanna, því hvort tveggja byggist jú á kristinni trú. En allir þurfa nú frí öðru hverju frá vinnu og skóla og yrði erfitt að fella frídagana úr gildi af trúarlegum ástæðum, svo nokkuð er víst. 
Í dag, skírdag, fékk Jesús sína síðustu kvöldmáltíð, á morgun, Föstudaginn langa, var hann krossfestur á Golgata hæð og þjáðist fyrir okkur mannkynið og er algengt að heittrúaðir um allan heim "sanni" trú sína á þessum degi með því að ganga píslargöngu og ganga sumir svo langt að láta krossfesta sig. 
Á páskadag steig Jesús upp til himna og eru páskarnir haldnir hátíðlegir til að fagna upprisunni. Kristna trúin byggist mikið á því hvort fólk trúi á upprisuna eða hvort Jesús hafi verið ósköp venjulegur smiður sem hafi dáið á krossinum...já eða bara hreinlega aldrei verið til!! En hver er þá tilgangur lífsins? Erum við bara fædd til að deyja? Ég trúi á upprisuna og eilíft líf og mun halda upp á páskana með þakklæti í huga.

Gleðilega páska kæru ættingjar og vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn elsku Berta mín, það er gott að þú heldur þig við trúna   því það hjálpar okkur mikið. Hér verða skrítnir páskar það er í fyrsta skifti sem við verðum ekki öll saman en vonandi eigum við samt hvar sem við verðum gleðilega páska. Páskakveðjur til ykkar allra úr stórhríðinni þín mamma.       

Sigga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:57

2 identicon

Knús á þig Berta mín ** Trúuð eða ekki trúuð... við erum öll áægt erþakki?! ;o)

Ég skil þig vel að það verði skrítið fyrir ykkur að vera ekki með stórfjölskyldunni x2 á Húsavík en það verður líklega ljúft að fá hluta af henni í heimsókn! Ég trúi því a.m.k. að þegar upp er staðið og burt séð frá trú og öllu því, þá sé það fjölskyldan sem skiptir mestu máli. Til hennar leitar maður alltaf á gleði og sorgarstundum og væri sennilega afar lítill og veikur án hennar!

Hafið það gott um páskana elsku Berta og fjölskylda,
páskakveðjur frá okkur öllum,
Þórunn & kompaní

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:55

3 identicon

Elsku Berta mín

Gleðilega páska og njótið nú þess vel að vera með ættingjum

Takk fyrir okkur í gær

Bk Rakel Linda og stákarnir 

Rakel Linda (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Elsku Berta, Ragnar og Hermann. Gleðilega páska og hafið það sem allra best. Páska knús á ykkur.

Guðmundur Þór Jónsson, 20.3.2008 kl. 22:41

5 identicon

Hæ hæ Berta mín, ég gat nú ekki annað enn brosað þegar ég las pistilinn þinn.Ég var einmitt að segja við dætur mínar í dag (þær voru aðeins að þræta og rífast) að þær mættu alls ekki rífast eða vera með leiðindi hvora við aðra á morgun...Föstudaginn langa,nú af hverju ekki? sögðu þær báðar... Hmmm og mín úrskýrði það bara fyrir þeim að allt sem að þær gerðu t.d. ef að þær færu að slást (sem er nú reyndar mjög ólíklegt) eða yrðu með leiðindi hvor við aðra þá bitnaði það á Jesú. Ég sagði þeim líka að þetta hefði verið "EINI" dagurinn sem að við systkinin hefðum verið til friðs (það hefði þurft að vera fleiri svona "Föstudagurinn langi" dagar þegar að við vorum yngri að  því að við vorum svo voða góð á þessum degi,ég var nú reyndar bara að hugsa um hana múttu). Jæja ég vildi bara láta þig vita að ég hugsa enn þann dag í dag svona,já og þetta á sko að vera heilagur dagur eins og hann var í okkar augum þegar að við vorum litlar. Ég segi þá bara gleðilega hátíð og hafið það gott um páskana. Páskakveðjur þín stóra systir. 

Erla Kristín. (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 23:37

6 identicon

gledilega paska kæra fjölskylda! Mjög godur pistill berta min til ad lesa svona i upphafi paskahatidarinnar. Kær kvedja ur tobbukoti i borgarfirdinum

hobba og hafþor (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:07

7 identicon

Ég bara verð að kommenta á þessa færslu þótt páskarnir séu liðnir og nýrri færsla komin inn. Ég vona nefnilega að Íslendingar verði ekki eins og Svíar sem eftir áratuga sósíalískt uppeldi vita ekkert um kristna trúfræði. 

Föstudeginum langa eyddum við í tiltekt og að setja saman barnarúmið og fleira slíkt sem Vala systir sendi okkur á bretti fyrir páska, enda gæti nú barnið farið að koma hvenær sem er. Þetta var fyrsti frídagurinn um páskana þar sem skírdagur er ekki frídagur í Svíþjóð. Meðan við settum saman rúmið var kveikt á útvarpsklukkunni þar sem við hlustuðum á þátt á P3 sem er ein af ríkisreknu útvarpsstöðvunum. Þar voru tvær konur að ræða föstudaginn langa og páskana án þess að hafa mikla þekkingu á því, þó sérstaklega önnur þeirra, meðan hin var meira í "damage repair". M.a. kom fram að dagurinn ætti að vera leiðinlegur vegna krossfestingar Jesú ("held ég" var algengur frasi í lok setningar) en á morgun (laugardag) yrði nú gaman af því þá hefði Jesú risið aftur upp frá dauðum (ekkert tal um "reis á þriðja degi aftur upp....").

Það endaði með því að við urðum að skipta um stöð því við gátum ekki hlustað á vitleysuna lengur. Algjörlega óskiljanlegt að fólk skuli vera að tjá sig um hluti sem það greinilega veit ekkert um og hefur ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér þá fyrirfram. Og það í ríkisreknu útvarpi!!!

Vona bara að þið hafið haft það gott um páskana. Sjáumst vonandi í maí.

kveðja, Rósa frænka. 

Rósa Jónasar (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Falleg færsla hjá þér Berta mín.

Knús, Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband