Leita í fréttum mbl.is

Páskafrí....jibbý!!

Þá eru bæði Raggi og Hermann komnir í páskafrí og er markmiðið að gera sem mest úr næstu dögum. Tengdamamma og Ásta mágkona koma til okkar á skírdagskvöld og hlökkum við voða mikið til að fá þær....enda ekki séð neinn úr fjölskyldum okkar í hálft ár og er mikill söknuður í gangi. Ekki spillir heldur fyrir að með tengdamömmu og Ástu í för eru nokkur stykki íslensk páskaegg og fleira góðgæti...hehe:)

Kolla að opna afmælispakkana:)Í gær átti Kolla vinkona afmæli og var okkur boðið í heljarinnar teiti í gærkvöldi. Maturinn var ekkert venjulega góður og flottur (en það er svo sem ekki við öðru að búast hjá frú Kolbrúnu:) og var m.a. gripið í makaspilið "Mr. og Mrs. Smith" þegar leið á kvöldið og var mikið hlegið og gantast yfir því:)
Til hamingju með daginn elsku Kolla og takk fyrir okkur í gær.

Dagurinn í dag var tekinn rólega fram að Ég og Hermann á McDonaldshádegi en þá var ræst heim til Kollu og co í afganga.....enda nógur matur eftir í aðra stórveislu:) Við fjölskyldan fórum svo í góðan sveitarúnt með Hermann sofandi í aftursætinu, alveg búinn á því greyið eftir kvöldskemmtunina í gær. Planið var svo að fara í heimsókn til Sigga frænda og co en þau voru ekki heima þannig að við skelltum okkur bara á McDonalds og fengum okkur einn haugskítugan hambó. Eftir átið fórum við svo í fínan göngutúr í góða veðrinu......algjör snilld veðrið í dag, sól og blíða og blankalogn:)

Á morgun er planið að gera eitthvað meira skemmtilegt með Hermanni.....fara í Bygholm park, í Matsbypark í Fredericia eða eitthvað annað. Eftir helgina ætlum við svo að fara á grensann og til Flensburgar, til Veijle og fleira skemmtilegt.

Semsagt góðir dagar hjá okkur á "Hesteyri":)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Vildi óska að ég væri að fara með ykkur í þessar ferðir. Bara gaman í svona ferðum. Njótið tímann vel. Skil vel að þið bíðið eftir familyunni. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 15.3.2008 kl. 20:36

2 identicon

Við eigum einmitt líka von á frábærum gestum frá Íslandi með fulla ferðatösku af góðgæti! Erum alveg að fara "ufrum" af spenningi! :D Vonandi hafið þið það sem allra best í páskafríinu. Kveðjur frá Kalí

Hulda (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 15:12

3 identicon

ég held að ég sé meira spennt en þið að koma!!! líður eins og 5ára barni að bíða eftir jólunum heheheheh....

páskaeggin eru reddí og bíða bara eftir að vera borðuð;)

hlakka til að sjá ykkur eftir 4 daga..

kveðja úr blíðunni á íslandi

ásta

ásta (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband