Leita í fréttum mbl.is

Fyrirséðir Danir...

Þrátt fyrir að það sé margt skrýtið í kýrhausnum hérna í Danmörku þá mega þeir eiga það að þeir hugsa þónokkur ár fram í tímann...ólíkt Íslendingum og íslenska kerfinu!! Sem dæmi þá er öll heilbrigðisþjónusta frí sem væntanlega gerir það að verkum að fólk fer fyrr til læknis ef eitthvað er að hrjá það í stað þess að bíða eftir að vandinn verði meiri og flóknari. Annað dæmi þá er fólk strax sent til sjúkraþjálfara ef það lendir í árekstri til að fyrirbyggja seinnitíma vandamál, sem mér finnst algjör snilld. Í leikskólum er gert "próf" á börnum sem eiga að fara í grunnskóla og ef í ljós kemur að þau eru ekki nógu þroskuð og þurfa eitt ár í viðbót (eða fleiri) í að læra í gegnum leik þá eru þau lengur í leikskólanum til að fyrirbyggja vandamál í grunnskólanum. Þetta má reyndar rökræða fram og tilbaka en að mörgu leyti er þetta mjög sniðugt. Það er því mjög algengt að börn séu ári "á eftir" í skóla og ekkert tiltökumál á meðal barnanna (að mér skilst). Boy_Reading_-_Cartoon_2

Með póstinum í dag kom svo umslag frá kommununni þar sem við erum boðuð í viðtal niður á kommunu (bæjarskrifstofu) á föstudaginn til að ræða dönskumál Hermanns. Málið er að svo virðist sem hann sé ekki skráður í leikskóla og því er kommunan að bjóða okkur að Hermann fari í dönskukennslu í allt að 15 tíma á viku eða við foreldrarnir látnir fá efni til að kenna honum tungumálið....allt ókeypis að sjálfsögðu:) Þetta er gert til að hann tali góða dönsku þegar hann byrjar í grunnskóla.....sem er "by the way" eftir 3 og hálft ár!! Einhver mistök hafa orðið með skráninguna frá leikskólanum en samt sem áður finnst mér frábært að kommunan skuli spá í svona hluti mörg ár fram í tímann.
Spurning hvort ég fari ekki að fá bréf líka um dönskunám þar sem ég er "bara" heimavinnandi og læri litla dönsku á því......maður spyr sig:)

Reyndar gleymdu Danirnir að hugsa fram fyrir nefið á sér þegar þeir birtu skopteikningarnar....en það er allt önnur ella!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Freyr Br.

Ég vil bara bæta því við að það er líka algengt að börn byrji ári fyrr í skóla, þó vissulega sé hitt algengara. Þannig koma þeir til móts við ólíkar þarfir og ólík þroskastig. 6 ára bekkurinn (børnehaveklasse) er hugsaður sem millistig milli leikskóla og grunnskóla og því ekki skylda (ennþá). Danirnir eru líka duglegir við að láta börnin taka þann bekk tvisvar svo þau verði pottþétt tilbúin að takast á við sjálft námið. Sem starfsmaður í grunnskóla hér í Århus í 6 ár hef ég eingöngu góða reynslu af málinu.

Skúli Freyr Br., 11.3.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Rosalega hugsa þeir VEL..annað en hérna á fróni!!! Danir hefðu aldrei átt að láta Ísland frá sjálfstæði. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 11.3.2008 kl. 22:52

3 identicon

Takk fyrir okkur í morgun, þótt stutt hafi verið;) Engu að síður góðar veitingar og góður félagskapur. En já við ræðum yoga mál betur eftir páska.

Gleðilega páska

Steinunn og co.

Steinunn (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, margt er frábært hjá Danskinum .... og margt gætum við af þeim lært.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband