Leita í fréttum mbl.is

Hanskar...hvað er það??

Eitt af því sem ég á mjög erfitt með að aðlagast hér í Danmörku er hanskaleysi starfsmanna. Hljómar kannski furðulega, en þetta er alveg merkilegur andskoti. Ég hef tvisvar farið í bakarí og keypt brauð og er hvergi einnota hanska að sjá, starfsfólkið tekur brauðið, peningana og pikkar í kassann án þess að spá í handþvott eða hanska. Getur þetta farið alveg óendanlega í pirrurnar á mér, enda að verða 10 ár síðan ég vann í bakaríi í Reykjavík og þar máttum við ekki snerta neitt nema með hönskum og þá var sérstaklega bannað að taka við peningum með sömu hönskum og notaðir voru við að taka brauðið. Þetta gerði það að verkum að hanskafjöldi dagsins á hvern starfsmann var himinhár. En ef við voguðum okkur að taka brauðið með fingrunum þá kom það fyrir að kaupandinn neitaði að taka við brauðinu. Hér í Danaveldi er ekkert spáð í þetta, ekki einu sinni í Medaljon, sem var víst valið bakarí ársins í fyrra!!
Í gær fórum við í Kvickly og þar er "veitingarstaður" þar sem hægt er að fá pylsur, hamborgara, ís og fleira og ákváðu Raggi og Hermann að fá sér pylsu. Það sama var upp á teningnum þar....starfsmaðurinn, sem var ung stelpa, afgreiddi okkur, tók við peningunum, græjaði pylsurnar og rétti okkur. Síðan afgreiddi hún næsta kúnna, tók við peningunum, skellti hamborgurum á grillið, græjaði brauðið, setti sósu, kál, tómata og fleira á hamborgarann og þvoði sér aldrei á milli né setti á sig hanska. Geðslegt ekki satt!!bread_adulteration

Þetta gerir það að verkum fyrir mig að ég hef ekki geð á að borða svona mat. En ég er kannski bara svona biluð. Hef alltaf verið svolítið ýkt í handþvotti, sérstaklega eftir hjúkrunarkúrs sem ég tók í KHÍ þar sem farið var yfir handþvott og okkur kennt allt um smitleiðir, bakteríur handa osfrv. Sem dæmi þá er fjöldi baktería undir einni nögl sami og íbúafjöldinn í Svíþjóð!! 

Annað sem er svolítið merkilegt með blessuðu Danina er að pylsur eru alls staðar seldar og er t.d. hægt að kaupa pylsur í litlum vagni í Bilka. Þegar við löbbuðum framhjá vagninum í gær þá var hann lokaður. Vagninn stendur á miðjum ganginum og því mikill umgangur í kringum hann, en þrátt fyrir að hann væri lokaður þá var grillið fullt af hráum pylsum. Greinilega búið að undirbúa fyrir næstu opnun og ekkert spáð í sýklana eða umganginn í kring. Ég sæi þetta líðast á Íslandinu okkar!!

En kannski er bara betra að fá smá "bónus" með brauðinu sínu??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Finnst þér ekki sjálfsagt að fá lánaðan gemsa hjá einhverjum öðrum ef þú þarf að hringja?  Við fáum fleiri síkla af því að fá gemsa hjá öðrum heldur en að sleikja klósettsetu!!!

En ég skil samt alveg hvað þú ert að fara í þessari færslu, sérstaklega þetta með pylsurnar.  Ég sá einmitt fullt af pylsum á grillinu í lokuðum pylsuvagni hér um daginn.   

Kolbrún Jónsdóttir, 9.3.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Berta, ég skil þig SSVVOO vel með þetta. Þetta er argasti VIÐBJÓÐUR!! Eins og þegar maður kaupir Ís þá er bara Ísbrauðið tekið og ekkert spáð í öðru. Þegar ég vann í IKEA í Veitingasölunni þá þreif ég allt með sótthreinsandi og alltaf setti ég á mig sótthreinsandi spritt þegar ég var að afgreiða pylsur og ís. Enda voru viðskiptavinir sem nefndu mig sem starfsmann mánaðarins..sorry varð að láta þetta fylgja með. Við skulum bara fara að vinna hjá Heilbrigðisráðuneytinu og sjá um þessi mál!! Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 9.3.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já þetta er nú ekki beint spennandi að borða sýkla af öðrum en sýklar eru allstaðar og bakaríum hérna heima eru sko örugglega ekki notaðir hanskar bakvið tjöldin þegar er verið að týna brauðið úr grindunum sem þau eru bökuð í  Þetta er vand meðfarið.

En mig langar að spurja ykkur dönsku konur hérna. Hvar er hægt að kaupa stór föt í Danmörku, eru einhverjar sérstakar búðir þar með stór föt?? Er sko að fara þangað í lok mai

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:29

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég veit Kolla að það eru ógeðslega miklir sýklar á t.d. símum, tölvum og fleiru. En peningar eru ein mesta gróðrastían og þó maður viti að það sé víða pottur brotinn í hreinlætismálum veitingarstaða t.d. þá vill maður helst ekki vita af því og alls ekki sjá það:)
Veistu Gummi...það væri sennilega best að setja okkur í HeilbrigðisEFTIRLITIÐ, hehe:)
Sæl Guðborg og takk fyrir commentið:) Hvað varðar stór föt, þá veit ég ekki um neinar spes búðir en stóru búðirnar (Bilka, Fötex, Kvickly) selja ágætis föt á góðu verði og eru með föt fyrir stórar konur líka. Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað:)

Berta María Hreinsdóttir, 10.3.2008 kl. 09:42

5 identicon

Klárlega bara subbulegt !

Sigrún Karlsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:27

6 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Guðborg. Farðu í búð sem heitir JACKIE, í Köben er hún í litlu "Molli" við hliðina á Tívolínu og svo er hún í "Mollinu" FIELDS. Þetta er ódýr búð og með föt fyrir ALLA!!!! Njóttu vel.

Guðmundur Þór Jónsson, 10.3.2008 kl. 17:01

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góð hugvekja, Berta. Þetta er sko akkúrat rétt skilið hjá þér, það er veruleg sýkingarhætta af svonalöguðu. Sem betur fer eru magasýrurnar okkar sterkar og drepa flestallt, en alltaf "smýgur" eitthvað í gegn sem sýkir okkur á einn eða annan hátt.  Það er svo gaman að lesa "observasjónir" ykkar stallna á dönskum siðum og hefðum, danskri þjóðarsál m.m. Góðar kveðjur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2008 kl. 21:00

8 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ojjjjj þvílíkur subbuskapur !

Anna Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 00:37

9 identicon

hvaða

ásta (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:28

10 identicon

vó...tölvan aðeins á undan mér;)

en hvaða hvaða...það búa ekkert svo margir í Svíþjóð, er það??;) nei...skil þig vel...en ef gellan hefði hú græjað þetta allt svo við hefðum ekki séð, þá bara borðar maður snúðinn sinn með góðri lyst og pælir ekki í meiru!!!! eftir ferð mína til Suður Ameríku er ég hætt að spá í svona...:)

hlakka til að sjá ykkur eftir bara 9 daga;)

kv

ásta

ásta (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband