Leita í fréttum mbl.is

Byrjuð í mömmuklúbbi:)

Í morgun var fyrsti mömmuklúbbshittingurinn minn. Ég var aldrei í neinum svona klúbbi þegar ég gekk með Hermann en hef svo sannarlega þörf fyrir félagsskapnum núna.
Við hittumst í morgun kl 10 heimbaby-cartoona hjá Steinunni vinkonu hér í mosanum og vorum við fimm alls. Planið var að vera sex en ein var komin að því að fæða þannig að hún gat ekki mætt.

Í hópnum eru bæði stelpur sem ég þekki en líka stelpur sem ég hafði aldrei hitt áður. Við náðum allar mjög vel saman, gátum rætt um fyrri fæðingar og allt sem fylgir óléttunni. Það sem er svo frábært er að ein er búin að eiga og kom með litluna sína í morgun, sem gerir þetta allt enn raunverulegra:)

Við höfum ákveðið að hittast einu sinni í viku, næst heima hjá mér og er planið að fá okkur morgunmat saman og fara svo í göngutúr.....algjör snilld.
Ég hlakka mikið til að kynnast þessum stelpum betur og er alveg í skýjunum yfir að vera komin í svona mömmuklúbb:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært Berta mín :)

Alveg það sem þú þarft á að halda núna...gaman að spjalla við þær sem eru í þínum sporum..

Bestu kveðjur

Rakel (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt hjá þér Berta. Líst rosalega vel á þetta fyrir þína hönd. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 6.3.2008 kl. 22:49

3 identicon

Frábært að heyra! Það er nauðsynlegt að hitta aðra sem eru í sömu sporum og maður sjálfur! Ég sakna þess þvílíkt að hafa ekki farið í mömmuklúbb í 2 vikur núna... úfff en vonandi förum við Hörður Mar að stunda félagslífið á ný eftir helgina:)

Risaknús til ykkar allra,
Þórunn og kó

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 16:46

4 identicon

Þetta er bara snild.  Virkilega gott framtak hjá ykkur. 

Elín Hulda (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband