Leita í fréttum mbl.is

Hermann útskrifaður af eyrnaveseninu....7,9,13:)

Fórum eftir hádegið í dag til háls-, nef-, og eyrnasérfræðingsins og fengum við heldur betur góðar fréttir......öll sýking farin og hljóðhimnan gróin. Því þarf ekki að setja í hann annað rör eða gera aðrar úrbætur. Heyrnin var líka athuguð og tækið sýndi að öll virkni á milli heila og eyra eru í góðu lagi. Mikið vorum við hjónin fegin....bara vonandi að þetta mistakavesen sé allt búið fyrir fullt og allt.

Hermann að hjóla í MatsbyparkAnnars er allt hið besta að frétta....kíktum í Matsbypark í Fredericia á laugardaginn með Hermann og fékk hann góða útrás þar:)
Í gær var heldur betur steik...22°C og sól. Við vorum því úti nánast allan daginn, fyrst fórum við í langan göngutúr og svo skellti Raggi sér í garðvinnu á meðan ég sleikti sólina.....fínt að vera óléttur, hóst*hóst* Hermann fékk nýjan vin í heimsókn og smullu þeir vel saman og léku sér að mestu inni vegna hitans. Þegar við komum loksins inn úr hitanum þá hafði ég náð mér í smá brúnan lit en Raggi tók rauða litinn með trompi og var því eins og karfi í gærkvöldi þegar hann fór að sofa:)

Raggi í garðvinnunniEkkert virðist vera að leysast í verkfallsmálunum en sem betur fer hefur Hermann fengið að vera á leikskólanum allan verkfallstímann en svo verður hann heima í næstu viku....ég reyndar valdi þá viku í "verkfallsfrí" því mamma mín verður komin til okkar og því verður hann heima hvort eð er til að njóta þess að láta ömmu sína stjana við sig og við við hana auðvitað:) Verkfallið bitnar samt á okkur að því leytinu að ljósmæður eru líka í verkfalli og átti ég að fara til ljósmóður í síðustu viku (í annað sinn alla meðgönguna!!) en tíminn var felldur niður og á ég að hringja og fá nýjan tíma þegar verkfallið leysist......bara vonandi að verkfallið taki ekki 10 vikur eins og síðast í Árósum því þá verð ég búin að eiga!!

 

Okkar nánustu ættingjar eru að vinna í sínum sumarfrísmálum og erum við búin að fá nokkrar dagsetningar en þó ekki allar. Þeir sem hafa í huga að kíkja til okkar í sumar en eru ekki búnir að panta flug eða láta okkur vita mega fara að gera það því hótel Engblommevej er að verða fullbókað:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að eyrun hafi verið í góðu lagi! Þau haldast þannig...ekki spurning! Hér var líka geggjað veður um helgina og við nældum okkur bæði í rauðan og brúnan lit! Krakkarnir sáu samt aðallega um brúna litinn....heyrumst fljótlega!

Kærar kveðjur úr Kalíforníu!

Hulda og co. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Innlitskvitt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt að hann er hættur!! Vona að ég komist í mai. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 30.4.2008 kl. 20:56

4 identicon

Sælar gott að heyra að allt er í góðu með eyrun hjá Hermanni. Það er fína að meðgangan gangi vel hjá þér svo þú ert ekki í algeru vesini. Verður gaman að fá mömmu.

farðu vel með þig

knús

Þórunn Guðrún (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband