Leita í fréttum mbl.is

Helv....verkfall!!

Ég tel mig hafa sýnt verkfalli ljómæðra mjög mikla þolinmæði og skilning en nú er ég orðin frekar pirruð. Ekki nóg með að ég hafi ekki fengið nema einn tíma hjá ljósmóður alla meðgönguna þá er búið að fella niður eina viðtalstímann sem ég átti að fá fyrir keisarann, sem by the way er eftir tæpar 3 vikur!! Búið var að boða okkur hjónin á upplýsingafund þann 17. júní til að ræða keisaramál og þar stólaði ég á að fá upplýsingar um hvað ég ætti t.d. að hafa með mér því ekki gilda sömu reglur hér og á Íslandi. Sem dæmi held ég að við þurfum að taka með okkur sæng og bleiur, en ég er samt ekki viss. Einnig stólaði ég á að vita hvort ég ætti að gera eitthvað sérstakt fyrir keisaramorguninn (skila blóði, þvagi......osfrv), enda aldrei farið í keisara áður, en samkvæmt þessu blessaða bréfi sem ég var að fá þá á ég bara að mæta beint í keisarann þann 2. júlí!!
Ég veit ekki með aðra, en fyrir mér er þetta þokkalegt óöryggi.....að hafa ekki farið til ljósmóður síðan á ca. 20 viku og svo bara beint í keisarann!! Ég á reyndar viðtal við svæfingarlækni á mánudaginn....spurning hvort hann geti gefið mér þær upplýsingar sem ég þarf, en sá tími er pottþétt ekki hugsaður fyrir svoleiðis spurningaflóð?

En svona að jákvæðari nótum.....vikan er búin að líða mjög hratt og hefur hún Guðrún María systurdóttir mín verið hjá okkur og hefur Hermann notið þess að hafa hana. Við höfum farið á ströndina, á leikvöll, í sund, á McDonalds og margt fleira. Í kvöld ætlar svo Erla systir og Sigga (eldri dóttir hennar) að koma til okkar frá Álaborg og vera í rúmlega sólarhring. Það verður því skemmtilegur dagur á morgun hjá okkur systrum með börnin okkar....stefnum á að fara í afmæli til Guðnýjar frænku og fleira:) Vá hvað ég hlakka til, enda ekki hitt systur mína í næstum heilt ár (svona utan við 5 mín. þegar Guðrúnu var "hent" út úr rútunni á sunnudag). 

Bið að heilsa í bili og góða helgi**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ja hérna Ég segi nú ekki meir ....... Gangi ykkur vel þegar að stóra deginum kemur

Anna Gísladóttir, 13.6.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Elsku Berta. Ég væri farinn á taugum ef ég væri þú. Vona að þetta gangi að þú fáir svörin hjá svæfingalækninum. Skemmtu þér vel með systir þinni. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 13.6.2008 kl. 14:59

3 identicon

Sæl Berta mín!

Nú fer maður bara að kíkja hér inn daglega, enda styttist í næsta orm. Ég tek undir með vini þínum hér að ofan, væri sko farin á taugum ef ég væri ekki búin að fara nema einu sinni í mæðraskoðun. Sýnir manni í leiðinni hvað við hér heima höfum í rauninni góða heilbrigðisþjónustu, a.m.k. mæðraeftirlit.

Og bið að heilsa stóru systur. Verst að þið fáið ekki fleiri daga saman, en þið nýtið vel þá tíma sem þið fáið saman. Alltaf svo gaman að fá gesti í heimsókn.

Alda (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 21:03

4 identicon

Gleymdi að kveðja. Voðalega snubbóttur endir hjá mér :(

Kossar og knús í kotið.

Kveðja, Alda

Alda aftur (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband