Leita í fréttum mbl.is

Brjálað félagslíf:)

Það hefur heldur betur verið útstáelsi á minni síðustu tvo daga. Í gærmorgun fór ég í mömmuklúbb og var það voða gaman eins og alltaf, enda alveg frábærar stelpur í þessum klúbbi. Um 3 leytið ákváðum við fjölskyldan að kíkja í bíltúr og endaði sú ferð með því að fara í sund. Jeminn hvað Hermann varð glaður þegar við buðum honum að fara í sund....enda margir mánuðir síðan síðast....eða frá því áður en hann veiktist í eyrunum. Hermann hafði engu gleymt....stökk út í laugina á bólakaf hvað eftir annað og kom alltaf hlægjandi uppúr aftur:) Að sjálfsögðu fór hann nokkrar ferðir í stóru rennibrautina með pabba sínum og naut sín í botn. Um kvöldmatarleytið komu svo Kidda vinkona, Bjargey fyrrverandi vinnufélagi og Hafdís vinkona þeirra Kiddu til okkar og fórum við ásamt Kollu út að borða á geggjuðum ítölskum stað niður í bæ, Venecia. Eftir góðan tíma þar fórum við á barinn Corfits og sátum þar lengi vel og höfðum það kósý. Áður en þær stöllur keyrðu aftur til Árósa heim til Kiddu þá fórum við hingað heim og fengum okkur rauðvín (þær sem það máttu) og Nóa konfekt:)
Æðislegt kvöld í góðum félagsskap....takk fyrir kvöldið elsku Kidda, Bjargey, Kolla og Hafdís**Ég og Kidda á VeneciaKolla með góðan kokteil á CorfitsBjargey Una og Hafdís hressar á Venecia

 

Í dag var lítið gert framan af en þegar Raggi kom heim úr skólanum þá kíktum við í bæinn og keyptum eitt og annað, m.a. tvo legubekki fyrir afmælispeninginn minn þannig að nú getum við hjónin flatmagað okkur þokkalega á pallinum.....bara spurning hver nennir að hugsa um Hermann á meðan, hehe:)

Seinnipartinn fór ég svo á annað stelpumót.....mömmuklúbburinn ákvað að hittast heima hjá Kötu nýbakaðri mömmu um 5 leytið og fórum við síðan í bíó á myndina Sex and the city. Þrátt fyrir að hafa búið hér í Danmörku í næstum ár þá hef ég aldrei farið í bíó (enda ekki fríkeypis að fara þangað) og var ég því mjög spennt að fara þrátt fyrir að ég hafði svosem engan sérstakan áhuga á þessari mynd. En ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með myndina og var voða gaman að upplifa "danskt" bíó.....sem er svolítið frábrugðið þeim íslensku að því leyti að sætin eru númeruð eins og í leikhúsunum heima og ekkert hlé þannig að það þarf að kaupa popp og kók fyrir myndina og tæma pissublöðruna vel:)

Á morgun er planið að fara til Vejle og kíkja í Babysam til að skoða vögguúrval og kíkja kannski í leiðinni í bambagarðinn þar eða á ströndina, en við höfum á hvorugan staðinn farið. Ekki er búið að plana sunnudaginn en um kvöldið munum við reyna að keyra til móts við rútu sundkrakka frá Húsavík en Sigga Stína systurdóttir er að fara í viku sundferð ásamt Erlu systur til Álaborgar og ætlar Guðrún María yngri dóttir Erlu að vera hjá okkur á meðan. Mikið verður það nú gaman fyrir Hermann, sem er að mygla á þessu leikskólaleysi.

Semsagt....nóg að gera á þessu heimili, Raggi á fullu í skólanum, styttist í lokaverkefnið sem verður 27. júní og þá eru bara 3 dagar þangað til mamma og pabbi mæta á svæðið en þau koma þann 30. Gvendólína hvað tíminn er fljótur að líða!! Litla krílið í maganum gerir mikið vart við sig þessa dagana og fékk ég t.d. engan svefnfrið í nótt fyrir látum....ég get svarið það að það er annar fótboltagutti á leiðinni, en ég er nokkuð viss um að hann/hún hafi verið að skorða sig því þessu fylgdu þvílíkir grindarverkir svo ég varla komst inn á klósett í nótt:( En ég get ekki kvartað...hef ekki fengið neina fylgikvilla hingað til....allavegana enga til að væla yfir og því kannski eðlilegt að finna eitthvað svona síðasta mánuðinn:)

Góða helgi öll sömul.....ég set kannski inn bumbumynd við tækifæri en fyrir þá sem vilja skoða fleiri myndir af okkur fjölskyldunni bendi ég á heimasíðu einkasonarins.... www.hermannveigar.barnaland.is

Og þá eru það afmælisbörnin:)
Karolína Kristín bróðurdóttir mín er 19 ára á morgun og Bjögga mágkona er 33 ára á þriðjudaginn.....TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIN YKKAR ELSKU KAROLÍNA OG BJÖGGA**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ!!

ji hvað það er alltaf brjálað að gera hjá ykkur fjölskyldunni;) ég sit fyrir framan tölvuna dag og nótt og skoða flug til danmerkur...af því að ég er svo rík þá er aldrei að vita nema að maður komi í danska haustið og kíki á the new baby og að sjálfsögðu aðalmanninn á bænum hann elsku hermann veigar;)

knús og kossar frá blautri reykjavík

ásta

ásta (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 11:40

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Annar fótboltagutti. Þetta gæti verið skautadansmær. Mikið hafið þið það gott stúlkurnar svona einu sinni. Þetta hefur án efa verið rosalega gaman hjá ykkur. Get ekki beðið eftir að koma og prófa legubekkina. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 7.6.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hæ elskan,

takk sömuleiðis fyrir frábært kvöld og gestrisnina. Ég var heldur ekki fyrir vonbrigðum með Sex and the city, bara gaman!!!

Knús.

Kristbjörg Þórisdóttir, 12.6.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband