Leita í fréttum mbl.is

Ég hlakka svo til á morgun....

Í fyrramálið klukkan hálf 9 fer Raggi minn í stóra prófið sitt!!! Loksins er komið að þessum degi og verð ég að viðurkenna að ég er miklu spenntari en hann, enda hef ég þurft að sitja ein heima fram á kvöld flesta daga síðustu vikur. Reyndar veitir Hermann mér smá félagsskap hluta úr deginum og einnig hef ég verið hálfgerður heimalingur hjá Kollu og Hlyni fyrri part dags sem hefur bjargað geðheilsunni að stórum hluta. Samt er ég orðin pínu þreytt á þessari fjarveru Ragga. Það verður þó að viðurkennast að Hermann hefur fundið meira fyrir þessu en ég og spyr um pabba sinn hundrað sinnum á dag....kannski ekki nema von því stundum er hann farinn að sofa þegar Raggi kemur heim á kvöldin og Raggi verið farinn þegar hann vaknar á morgnana!!! En á morgun um hádegi verður Raggi kominn í sumarfrí og verður tíminn unninn upp með Hermanni næstu daga:)

Þessi vetur okkar í Danaveldi hefur liðið mjög hratt....allavegana finnst mér það núna en ég verð að viðurkenna að á tímabilum í vetur leið tíminn ALLT of hægt og sá ég á köflum ekki fyrir endann á vetrinum.....en nú er öldin önnur og líðanin með;)Góð mynd sem Kolla vinkona sendi mér:)

Í morgun fór ég til ljósmóður í 2. skiptið á meðgöngunni.....ég pantaði þennan tíma í gær þar sem mig langaði að fá að tjékka á sjálfri mér fyrir keisarann og fá að heyra hjartsláttinn í krílinu....enda ekki fengið að heyra hann í LANGAN tíma. Ég vissi svo sem að allt væri með felldu þar sem mér líður vel og krílið reynir að setja met í rifbeinaspörkum daglega en ég ákvað samt að láta tjékka á okkur. Í stuttu máli sagt þá kom allt þrusu vel út, barnið nánast alveg skorðað, hjartslátturinn eins og hann á að vera, bumbumæling 38 cm. sem passar akkúrat og barnið mælt um 3200 gr....sem passar perfect:) Líkams-statusinn á mér er líka fínn.....blóðþrýstingur 111/78, engir "plúsar" í þvagi og enginn bjúgur. Semsagt....allt í topp standi.
Eina sem truflar mig þessa dagana er að ég á í vandræðum með að sofa vegna verkja í mjöðmunum en ég þarf að sofa á hliðinni að sjálfsögðu og er mjaðmagrindin ekki að meika það þessa dagana. En sem betur fer eru bara 6 nætur eftir:)

En það eru fleiri að fjölga sér í fjölskyldunni. Jón (bróðir tengdamömmu) og Elísa eignuðust fallegan prins í fyrradag og var hann 17.5 merkur og 56 cm. Við erum búin að fá eina mynd af honum og er hann algjör dúlla. Innilega til hamingju með prinsinn ykkar elsku Jón, Elísa, Anna Karen og Jóna Björg***

Einnig eignuðust Eiður frændi minn og Katrín strák þann 22. júní.....Við Eiður erum greinilega mjög samtaka í barneignum okkar en Hermann minn og Birta María dóttir þeirra eru fædd með aðeins mánaðarmillibili. Innilega til hamingju með prinsinn ykkar elsku fjölskylda***


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Góðir tímar framundan. Þið eigið eftir að njóta þeirra vel. Glæsilegt að allt er í toppstandi hjá þér. Veistu klukkan hvað þú er skorin upp? Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 26.6.2008 kl. 16:49

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Nei Gummi minn...ég veit ekki klukkan hvað, en það verður snemma dags:)

Berta María Hreinsdóttir, 26.6.2008 kl. 19:23

3 identicon

  Hæ og takk fyrir síðast og okkur. Ég þekki þetta Berta mín frá námsárum bóndans, en samt liðu þessu ár e-ð svo fljótt. Hafið það gott um helgina saman fjölskyldan og gangi ykkur vel á miðvikudaginn.Við fylgjumst spennt með  Erla er í sumarbúðum og kemur um helgina og við hjónin bara tvö í kotinu en að vinna samt.

Þið hafið afkastað miklu vinkonurnar og verið í pökkunargír.

Kær kveðja, GUNNA

Gunna (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:29

4 identicon

Vá hvað það er orðið stutt eftir...svo spennandi!
Maður er alveg farinn að telja niður með ykkur. :)

Frábært að skoðunin hafi komið vel út, þótt maður viti að allt sé eins og það á að vera...eða haldi það að minnsta kosti, þá er voða gott að fá staðfestingu á því. :)

Vona að það hafi gengið vel hjá Ragga í dag.

Bestu kveðjur Karen úr mömmuklúbbnum. :)

Karen Jóns (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband