Leita í fréttum mbl.is

Og það var tía:)

Að sjálfsögðu verð ég að fá að monta mig pínu af kallinum, en eins og þið vitið þá fór hann í stóra prófið sitt í gær. Hópurinn hans var fyrstur til að kynna og gekk allt upp hjá þeim. Dómararnir gáfu þeim öllum 10 í einkunn (en það er ekki sjálfsagt að allir fái sömu einkunn) og leggst það út sem 9-9,5 á íslenskum mælikvarða.....semsagt.....frábær árangur og allir himinsælir:)
Það eina sem var svolítið svekkjandi var að dómararnir sögðu að ef hópurinn hefði munað eftir að minnast á eitt plagg í viðbót þá hefðu þeir gefi þeim einkunnina 12.....en að fá 12 er mjög erfitt og var enginn sem náði því í bekknum í gær.

Raggi í undirbúningsherberginu sínu daginn fyrir prófið

Nærmynd af einum hlutanumEinn sjötti af verkefninu

 

 

 

 

 

Það var því mikil sæla á þessum bæ í gær....í fyrsta lagi yfir því að törnin væri búin og hægt væri að fara að hugsa um undirbúning fyrir litla krílið en einnig yfir því að Raggi hafa fengið svona fína dóma og einkunn:) Til hamingju elsku Raggi minn**

Í gærkvöld ákváðum við í skyndi að fara út að borða og halda upp á herlegheitin og reyndum við 3 staði áður en við fengum borð.....ekki alveg að gera sig hér í Danmörku að fara út að borða með svona stuttum fyrirvara, en aukaálag var á stöðunum vegna útskriftar framhaldsskóla og voru því allir staðir fullir af hvítum kollum:)

Í dag er planið að taka húsnæðið og bílinn í gegn með tilheyrandi skúringum og svo eigum við von á Kiddu minni um kaffileytið. Við erum svo öll að fara saman heim til Kollu og Hlyns í "kveðjumat" og "afmælisköku", en þetta er í síðasta sinn sem við getum öll borðað saman áður en ég fer í keisara og áður en þau flytja til Íslands og ætlar Kidda að koma með afmælisköku því strákarnir okkar Kollu fengu ekki koma með í afmælið til hennar í maí:) Það verður því gaman hjá okkur seinnipartinn og í kvöld. Á morgun er svo planið að skreppa til Árósa heim til Kiddu og ná í dýnur og sængur svo fjölskyldan mín hafi nú eitthvað til að sofa með og á þegar þau koma næstu daga.....en aðeins 2 dagar eru þangað til mamma og pabbi koma og svo koma Svenni bróðir og Erla systir í vikunum þar á eftir ásamt fylgifiskum:)

Semsagt.....allt á fullu á Hesteyri og eintóm gleði með árangur Ragga.....það eina sem við höfum áhyggjur af er Hermann, en hann er að fyllast af kvefi og yrði nú ekki vinsælt ef hann yrði veikur í næstu viku þegar amma og afi eru að koma og litla krílið einnig. En lítið við því samt að gera ef svo verður en við vonum bara það besta.

Hafið það gott um helgina lömbin mín og verið stillt:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg sérstaklega gaman að heyra (og lesa hér) hvað allt gengur vel hjá ykkur fjölskyldunni,Raggi fær frábæran vitnisburð í skólanum, Hermann Veigar er himinsæll með tilveruna og Bera mín þú lítur alveg ljómandi vel út og nú aðeins eftir stærsta stund þessa árs hjá ykkur þann 2.júlí n.k.!!!! Njótið helgarinnar með vinunum, kveðjur mamma Domma.

Mamma Domma (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Raggi, Innilega til hamingju með einkunnina. Efast ekki um að 12 komi næst ef ég þekki þig rétt. Skemmtið ykkur vel í kvöld og njótið þess. Veit að það verður MIKIÐ á boðstólnum, ef ég þekki eina frú rétt. Hermann minn, ekki fá kvef núna, náðu þessari drullu úr þér hið SNARASTA!! Hafið það gott. 

Guðmundur Þór Jónsson, 28.6.2008 kl. 17:01

3 identicon

Elsku Berta og Raggi!

Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur hjá Ragga!  
Og svo styttist í stóra daginn... get vel ímyndað mér að þú sért fegin Berta að Raggi sé búinn í skólanum svo þið getið einbeitt ykkur að krílinu og öllu því spennandi sem framundan er!!

Gangi ykkur rosa vel! Ég prófa kannski að hringja seinnipartinn eða í kvöld.

Bestu kveðjur frá Húsavík,
Þórunn & kó

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 08:34

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Elskurnar mínar,

innilegar hamingjuóskir með þennan meiriháttar árangur! Vel að honum kominn Raggi minn.

Takk fyrir frábært laugardagskvöld og helgina alla. Það er alltaf svo yndislegt að vera með ykkur og mikið er ég lánsöm að hafa kynnst ykkur.

Knús ykkar Kidda.

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.6.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband