Leita í fréttum mbl.is

Mæting 6:15 í fyrramálið:)

Ótrúlegt en satt.....í fyrramálið verðum við komin með nýtt kríli í fangið. Vorum við að fá að vita það að við erum tvær í planlagðan keisara á morgun og verð ég fyrst.....semsagt, mæting klukkan 6:15!!Ég er samt eiginlega ekki alveg búin að fatta þetta og þar sem ég er svo róleg yfir þessu núna þá býst ég við því að ég eigi eftir að vakna með andfælum í nótt, hehe:) Annars er allt orðið klárt, Raggi er núna úti að bera á pallinn svo það verði búið og svo eigum við bara eftir að setja saman rimlarúmið. Vorum reyndar ansi bjartsýn í gærkvöldi og ætluðum að færa rúmið okkar út í horn til að rýma fyrir rimlarúminu en það tókst ekki betur til en svo að lappirnar gáfu sig og þurfti Raggi að fara í smíðagírinn um miðnætti í gær til að reyna að redda rúminu. Það er semsagt aðeins þyngra en við gerðum ráð fyrir og þoldi ekki að við ýttum því á teppinu. En Raggi náði til að bora lappirnar aftur á rúmið og vonumst við að það haldi í einhvern tíma;)

Hún mamma mín mætti á svæðið í gær kona einsömul. Við náðum í hana á flugvöllinn í Billund og að sjálfsögðu gerðum við ráð fyrir að pabbi kæmi með henni og skyldum því ekkert í því af hverju hann var hvergi sjáanlegur. Í ljós kom að hann þurfti að leggjast á spítala í Reykjavík um miðnætti og því ekki sjéns að hann næði flugi klukkan 7 í gærmorgun. Málið er að hann datt um helgina á skenk og fékk mikið högg á síðuna. Þegar hann fór til læknis og var myndaður sást blettur á lunga og því grunur að um gat væri að ræða eftir rifbein....annað hvort eftir þetta fall eða árekstur sem hann lenti í um daginn þar sem tvö rif brákuðust. En ef um gat væri að ræða þá gæti lungað fallið saman í fluginu og því ekki sjéns að hann fengi að fara. Hann verður því að vera í Reykjavík fram á föstudag en þá verður hann myndaður aftur og fær vonandi fararleyfi hingað um helgina. Sem betur fer þurfti hann bara að gista eina nótt á spítalanum og er núna í góðu yfirlæti hjá Hrafnhildi systur sinni og Gunnari í sumarbústað og mun svo sannarlega ekki væsa um hann þar.

Herman var að vonum svekktur við að afi Hreinsi kæmi ekki, enda ekki séð hann í næstum heilt ár og mikil spenna fyrir því að hitta hann. En auðvitað var hann yfir sig glaður að fá ömmu Siggu í heimsókn og var hún strax sett í fótboltaskó og hent út á lóð í fótbolta:)

Mamma kom að sjálfsögðu ekki tómhent og færði okkur ýmislegt í frystinn og nammiskápinn, hehe:) Hér voru því íslenskar pylsur og pylsubrauð í hádegismat og kryddaðir lambakjötsbitar í ofni með kartöflumús og brúnni sósu í kvöldmat.....sem er uppáhaldsmaturinn minn.....nammmmm!!! Takk æðislega fyrir okkur elsku mamma og pabbi.
Síðan fengum við líka sendingu frá Sigga bróður og Hörpu og þökkum við kærlega fyrir okkur:)

Hermann fékk að fara á leikskólann í morgun og var mjög glaður með það. Planið er svo að fara á pósthúsið að ná í pakka sem hann á þar, en amma Domma var víst að senda guttanum eitthvað spennandi:) Takk fyrir sendinguna elsku Domma*

Jæja....best að fara að gera eitthvað að viti....

Næsta blogg verður án efa um nýja fjölskyldumeðliminn;)
Bið að heilsa þangað til**istockphoto_4506859_flying_stork_cartoon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gangi þér vel. Bið að heilsa mömmu þinni og vona að pabbi þinn hressist fljótt.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.7.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

ógó spennandi:)   Ég og við reyndar fjölskyldan öll munum bíða spennt eftir sms frá Ragga í fyrramálið.

Gangi þér vel elsku Berta:) 

Kolbrún Jónsdóttir, 1.7.2008 kl. 11:50

3 identicon

Sendum pabba þínum bestu batnaðarkveður héðan ;)

Gangi ykkur ofsa vel í fyrramálið ;)  Hlökkum til að lesa næsta blogg ;)

Sigrún K (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 13:07

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ji minn eini hvað ég er SPENNTUR!! Gangi þér rosalega vel á morgun elsku Berta mín. Vesalings faðir þinn að missa af þessu. Ég sendi honum bata kveðjur og vona að hann fái að komast sem FYRST til ykkar. Ekki amalegt að vera með smið við höndina þegar eitthvað brotnar.

P.S. Ég á pottþétt eftir að nýta mér þína kokka aðstoð.

Hafið það gott. 

Guðmundur Þór Jónsson, 1.7.2008 kl. 13:54

5 identicon

Ohh nú fer þetta fyrst að verða spennó allt saman og stóra stundin að renna upp. Verst að heyra með pabba þinn en gott að mamma þín skilaði sér. Eigum við ekki að segja að fall sé fararheill og að hann birtist um helgina. Hef fulla trú á því.

Annars get ég vel ímyndað mér að það hafi verið gott að fá íslenskan mat, maður veit það bara sjálfur þegar maður hefur verið í útlöndum og kemur aftur heim, hvað það er gott að fá íslenskan mat. Íslenskt já takk :)

Verður gaman að kíkja á næstu færslu frá þér og sjá mynd af litlu prinsessunni !!!

Gangi ykkur rosa vel, verð með hugann hjá ykkur

Knús, Alda

Alda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 14:21

6 identicon

Gangi þér voða vel Berta mín..

Hlakka til að heyra fréttirnar :)

Bestu kveðjur

Rakel Linda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:25

7 identicon

Jihhh ég er að fara úr límingunum úr spenningi hérna meginn, án gríns.

Sit alveg spennt í sófanum að deyja úr fyrirvaraverkjum og öfundsýki. Nei, ekki alveg en samt smá sko.

Gangi ykkur alveg súper vel og við getum sko ekki beðið eftir smsi. Hlakka svo til að sjá nýja "frænda" minn bráðum;)))))

Hugsa til ykkar stanslaust

Kv. Steinka sem ekki þarf að bíða í nema svona já 6 vikur í viðbót :S

Steinunn og co. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:56

8 identicon

Vonandi gegnur þetta allt saman vel og ég hlakka til að lesa næsta blogg :D Kærar kveðjur frá Íslandi

Hulda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:36

9 identicon

Gangi þér voða vel Berta :)

hlakka til að lesa næsta blogg

Bið að heilsa mömmu þinni og vonandi

hressist pabbi þinn fljótt og kemst til þín

Kv Linda frænka

Linda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 18:27

10 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgun!!
Þetta er svo spennandi!! :)
Bestu kveðjur Karen.

P.s. Vona að pabbi þinn jafni sig fljótt.

Karen Jóns (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 19:44

11 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Elsku besta dúllan mín og öll fjölskyldan.

Verð með ykkur í huganum í fyrramálið og gangi ykkur alveg rosalega vel. Þið rúllið þessu upp eins og öllu öðru.

Hlakka til að fá fréttir og RISA knús héðan hinum megin við hólinn.

Ykkar Kidda.

P.s. hlakka til að sjá myndir af prinsessunni? eða prinsinum?

Kristbjörg Þórisdóttir, 1.7.2008 kl. 21:11

12 identicon

Hæ hæ elsku Berta mín. Vildi bara kasta kveðju á þig,vona að þér gangi vel í fyrramálið,hugsa til þín dúllan mín. Get varla beðið eftir að fá fréttir já og það er nú pínu skrítið að vita það að á morgun verði litla krílið komið. Jæja systa við heyrumst á morgun góða nótt og Guð verði með ykkur. Bestu kveðjur hér úr Lyngholtinu.  

p.s. Til hamingju með bóndann um daginn,ekkert smá flott hjá honum.

Erla og co. (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 22:43

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allra bestu kveðjur og ósk um gott gengi, kæra Berta.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:49

14 identicon

elsku Berta og Raggi og Hermann auðvitað..:)

einhver verður að halda uppi heiðri minnar fjölskyldu...

gangi ykkur rosalega vel á morgun ( í dag hjá ykkur) og ég bíð spennt með símann að fá að vita hvort kemur þó ég sé handviss um að annar strákur sé á ferðinni:)

ég hugsa til ykkar í fyrramálið á meðan´á öllu gengur:)

knús og kram,

kveðja úr Kópavoginum,

Ásta

Ásta mágsa (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 23:33

15 identicon

Innilegar hamingjuóskir með litla prinsinn ykkar elsku fjölskylda. Vonum að ykkur líði vel,verðum í bandi. Kossar og knús frá okkur öllum.

Lyngholt 10. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:16

16 identicon

Elsku Berta, Raggi og Hermann.
Vonandi gengur allt vel, hlakka til að frá fréttir af krílinu :)
Vona svo að afi Hreinsi fái fararleyfi sem fyrst svo hann komist til ykkar.
Knús til ykkar allra, Elsa og co.
PS. Raggi minn, til hamingju með skólann, glæsilegt hjá þér, þú ert greinilega að rúlla þessu upp!

elsa og co. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:27

17 identicon

Elsku fjölskylda !

Til hamingju með litla prinsinn, ég vona að þið hafið það sem allra best  :)

kv. Helga Hrönn

Helga Hrönn (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:12

18 identicon

Elsku Berta, Raggi og Hermann Veigar!

Innilegar hamingjuóskir með nýjasta fjölskyldumeðliminn. Það var stolt frænka sem sendi mér sms í morgun til að tilkynna um fæðingu litla prinsins. Vonum að allt hafi gengið vel. Og sendi líka ömmu Siggu fyrirfram afmæliskveðju :)

Bestu kveðjur

Alda og fjölskylda

Alda (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:29

19 identicon

Elsku Berta, Raggi og Hermann!
Innilega til hamingju með drenginn, vona að öllum heilsist vel. Hafið það sem allra best og njótið þess að vera til...
Kv.Eþá

elsa (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:03

20 identicon

Elsku Berta, Raggi og Hermann Veigar

Innilegar hamingjuóskir með prinsinn. Vonandi heilsast öllum vel og við óskum þess að þið hafið það sem allra best og njótið þess að vera til.

Amma Sigga fær líka afmæliskveðjur frá okkur...

Hafið það sem allra best...

 Kær kveðja

Hobba og Hafþór

Hobba og Hafþór (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:48

21 identicon

Elsku Berta, Raggi og Hermann Veigar.

Innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn, vona að allt hafi gengið vel.
Og elsku litli strákur, vertu velkominn í þennan risastóra heim, þú átt örugglega eftir að spjara þig vel:)

Bestu kveðjur frá Húsavík.
Erla, Mási og liðið biðja að heilsa...:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 13:49

22 identicon

Velkominn í heiminn litli prins :*

Sigrún frænka þín :) (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:26

23 identicon

Sá á síðunni hennar Kollu að þú hefðir fengið dreng í morgun, innilega til hamingju með hann. Hafið það sem allra best:)

Dóra Heiða Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:51

24 identicon

Kæra fjölskylda innilegar hamingju með drenginn.

Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:29

25 identicon

Til hamingju með litla strákinn ykkar.  

Kær kveðja, Guðrún, Óskar og Erla Björg

Gunna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:47

26 identicon

Kæra fjölskylda:

Til hamingju með prinsinn :) Hafið það sem allra best

Og til hamingju með mömmu ömmu og tengdamömmu

Bið að heisa öllum

Kv Linda og co

Linda (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 22:58

27 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Elsku Berta, Raggi og Hermann. Innilegar hamingjuóskir með litla drenginn. Innilega til hamingju með mömmu þína. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 3.7.2008 kl. 10:40

28 identicon

Elsku Berta, Raggi og Hermann Veigar.

Innilega til hamingju með drenginn! Þetta er að verða laglega myndarleg fjölskylda hjá ykkur! Vona að ykkur heilsist öllum vel og ég hlakka til að fá frekari fréttir.

Bestu kveðjur frá öllu mínu fólki:)
Húsavíkurkveðjur,
Þórunn & co.

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:27

29 identicon

Innilega til hamingju með piltinn!! Vonandi gekk þetta allt saman vel!  Kærar kveðjur frá okkur öllum!

Hulda Ösp og co. (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:35

30 identicon

Elsku Raggi, Berta og Hermann til hamingju með prinsinn :) Vona að allt hafi gengið vel :) Hlakka til að fá sjá myndir af prinsinum hvað þá með berum augum  ;) 

Kveðjur frá Íslandi

Didda 

Didda (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:48

31 identicon

Elsku fjölskylda

Innilega til hamingju með litla prinsinn:) Hlakka til að heyra meira og sjá myndir. kveðja Sandra

Sandra° (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband