Leita í fréttum mbl.is

Á leiðinni til kírópraktors!

Hjúkkan kom til okkar í gær í sitt reglubundna eftirlit og skoðaði Sigga Kalla í bak og fyrir. Hann heldur áfram að blómstra á vigtinni og mældist 6200 gr. Takk fyrir pent! Allt annað kom líka vel út nema það að hann vill ekki lyfta höfðinu beint upp þegar hann liggur á maganum né draga höfuðið að búknum þegar hann er tosaður upp á höndunum. Taldi hjúkkan ástæðuna vera þá að eitthvað væri að hrjá hann aftan á hálsinum og sagði það algengt hjá börnum sem lenda í erfiðum fæðingum. Það gæti einnig verið ástæðan fyrir því af hverju hann er svona órólegur og eins vill Siggi Kalli helst alltaf sofa með eitthvað undir hausnum á daginn. Hún mælti hiklaust með kírópraktor strax og ákváðum við að prófa það og fengum tíma strax á morgun. Nú er bara að sjá og vona að eitthvað verði hægt að gera fyrir litla skinnið..... Einnig vonumst við til að kírópraktorinn kunni einhver ráð við magakveisunni, en þó að hann sé miklu skárri í maganum þá tekur hann ennþá sínar tarnir á kvöldin og er órólegur flesta daga.

Persónulega veit ég ekkert um kírópraktora, en hjúkkan sagði að þessir sem hún mælti með væru sérstaklega vanir að taka ungabörn og þá væru ekki notaðar hnykkingar eins og hjá fullorðnum og því væri ekkert að óttast. Annað hvort gætu þeir hjálpað eða ekki. Fyrir nokkrum árum máttu hjúkkurnar ekki mæla með þeim en í dag mættu þær það. Eini gallinn er sá að kírópraktorar flokkast ekki undir "heilbrigðiskerfið" og því þarf að borga fyrir þjónustuna....og það ekki lítið!! En ef þetta hjálpar Sigga Kalla þá er mér nett sama hvað þetta kostar. Allt til að honum líði betur.

Þekkir einhver ykkar góðar sögur af meðferð kírópraktora?? Vantar smá staðfestingu á að við séum að gera rétt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

So sorry. Þekki ekki neitt til í þessu. Gangi ykkur súper vel og ég vona að Siggi Kalli verði betri. Góða helgi og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.8.2008 kl. 03:20

2 identicon

Gangi ykkur sjúklega vel í dag og vonandi geta þeir hjálpað Sigga:)

 Takk annars mikið vel fyrir okkur í gær.

 Steinka og lilli

Steinka (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 08:25

3 identicon

Jæja og hvað kom út ú þessu svo? Frekar forvitinn ég sko;)

Steinunn (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband