Leita í fréttum mbl.is

Frá kírópraktors til barnalæknis!

Fórum og hittum frábæran kírópraktor í dag sem skoðaði Sigga Kalla í bak og fyrir. Eftir nána stoðkerfisskoðun kallaði hann á samstarfskonu sína og bað hana um að koma líka með sitt álit.

Niðurstaðan er sú að Siggi Kalli er með slappa vöðva aftan á hálsi sem þau gátu ekki gefið skýringar á. Þrátt fyrir að við séum ekki búin að vera nógu dugleg að láta hann liggja á maganum þá skýrir það ekki af hverju vöðvarnir eru svona, enda er Siggi mikið á handlegg og þá eiga hálsvöðvarnir að styrkjast líka. Því þarf litla skinnið að fara til barnalæknis til að útiloka aðra þætti áður en eitthvað verður aðhafst hjá kírópraktornum. En einnig fann kírópraktorinn spennu hægra megin í hálsinum á honum (sem útskýrir kannski af hverju hausinn leitar yfirleitt til hægri), á milli herðablaðanna og neðst í bakinu á honum sem hann vill fá að vinna með þegar barnalæknir er búinn að gera sitt. Við bíðum því núna eftir símtali frá barnalækni eða okkar eigin lækni þegar hann er búinn að fylla út beiðnina til barnalæknisins en kírópraktorinn vildi sjálfur senda okkar lækni bréf um ástandið og biðja um flýtimeðferð. Í Danmörku er ekki hægt að fara beint til sérfræðinga og þarf því allt að fara í gegnum heimilislækna fyrst, þeir fylla út beiðni til sérfræðinganna (sem í þessu tilfelli verður barnalæknir. Spurning er svo hvort Siggi fari í sjúkraþjálfun en kírópraktorinn sagði að það væru til sérstakir sjúkraþjálfarar fyrir ungabörn. En við munum samt örugglega fara aftur til þessa kírópraktors líka, hann var alveg frábær og á meira að segja sjálfur barn fætt nokkrum dögum á undan Sigga Kalla:)

Nú er bara að bíða og sjá....vonum bara að þetta sé eitthvað sem hægt verður að þjálfa upp hjá litla prinsinum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Hermannsson

Fyrstur að kommenta

jibbý

Ragnar Hermannsson, 22.8.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Vonandi á þetta allt eftir að ganga vel..... Siggi Kalli er svo flottur að hann fer létt með þetta:)

Kolbrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 21:13

3 identicon

Frábært að þetta sé komið í réttan farveg og vonandi fær hann hjálp við þessu sem fyrst litli (stóri) kallinn;)

Kv. Steinka og co.

Steinka (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 13:06

4 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt að þetta er komið á rétta leið. Gangi ykkur vel. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 23.8.2008 kl. 17:11

5 identicon

Vonandi á þetta allt eftir að ganga vel með prinsinn!!

Bk.Karen og co.

Karen Jóns (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 18:16

6 identicon

Vonandi gengur þetta vel hjá kappanum en hann er að ná Selmu Dóru í þyngd.  Hún var 7,5 kg frá 6 mánaða þangað til hún varð 13 mánaða, hehe.

 Þú spurðir um kiropraktos þá fór vinkona mín með strákinn sinn þegar hann var á þessum aldri því hann var mikið magakveisubarn og allur svo stífur.  Hún vildi meina að það hafi hjálpað honum að fara reglulega.  Henni fanst hann rólegri eitthvað á eftir.  

Gangi ykkur vel með þetta allt saman 

Elín Hulda (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:58

7 identicon

Gott að heyra að þetta er allt komið í réttan farveg. Hann verður ekki lengi að klára þetta drengurinn, svo stór og flottur :)
Knús og kossar til ykkar, elsa

elsa (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 11:17

8 identicon

gott að þetta sé komið í réttan farveg !! Vonandi gengur þetta allt saman vel !!

Annars bara stutt kveðja frá Íslandi

sjáumst hressar í næstu viku í Horsens

kveðja

Didda

Didda (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband