Leita í fréttum mbl.is

Mæli með þessu....hehe:)

Dag nokkurn þegar maðurinn kemur heim frá vinnu sinni kemur hann að öllu gjörsamlega á hvolfi í húsinu..
Börnin hans 3 voru úti, ennþá í náttfötunum að leika sér í drullunni með neastisboxin tóm og umbúðapappír var stráð ut um alla lóðina…
Dyrnar voru opnar á bíl frúarinnar, sama sagan var með útidyrnar á húsinu..
Þegar hann kom inn í forstofuna blasti við honum enn meiri óreiða.
Lampi hafðu verið felldur um koll, gólfmottan var kuðluð við einn vegginn.
Í næsta herbergi var teiknimynd í TV og á hæsta styrk og leikföng af öllum stærðum og gerðum voru dreifð um allt herbergið.
Í eldhúsinu .. diskarnir flæddu út úr vaskinum.. morgunmaturinn var sullaður út um allt borð.. hundamatur út um allt gólf….
brotið glas var undir borðinu, smá sandhrúga var við bakdyrnar .
Hann hraðaði sér upp stigann, troðandi á leikföngunum og fatahrúgum í leit að konu sinni.
Hann hafði áhyggjur af því hvort hún hefði orðið veik eða eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir.
Hann fann hana hangsandi inni í svefnherbergi, ennþá í krumpuðum náttfötunum að lesa smásögu.
Hún leit brosandi á hann og spurði hvernig dagurinn hefði verið.
Hann leit á hana ringlaðurog spurði, "Hvað skeði hér í dag?"
Hún leit aftur brosandi á hann og svaraði:
"Þú spyrð mig á hverjum degi þegar þú kemur úr vinnunni hvað ég hafi eiginlega verið að gera í allan dag?"
"Já" segir hann tortrygginn.
Hún svarar. "Jæja, í dag gerði ég ekkert!!!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Svona ættu allar húsmæður að hafa það..hehe. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.8.2008 kl. 18:45

2 identicon

hahaha snilld. :)

Karen Jóns (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Gargandi snilld...

Kolbrún Jónsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:53

4 identicon

Frábært !!!

Sigrún Karlsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 00:02

5 identicon

Hahahahahahahah  Nákvæmlega !!!! þetta er svooo það sem að maður er að upplifa. Við konur erum svo vanmetnar 

Fríða Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:02

6 identicon

Þessi er nú bara snilldin ein...eitthvað kannast maður samt við þetta...þessi fáu skipti sem að húsið hjá manni er ekki alveg tipp-topp þá held ég að ég hafi nú heyrt þessa setningu "hvað varst þú eiginlega að gera í dag" (svona frekar kaldhæðnislegt) þó svo að maður hafi líka verið að koma úr vinnu plús það að verlsa og meira að segja að elda já og þvo og ganga frá þvottinum þá samt sem áður kemur svona helvíti góð setning hjá þessum karlrembusv...nei nei þessi grey skilja þetta bara ekki neitt, enda væri alveg geggjað að geta stundum skipt um hlutverk. Heldur þú að það væri ekki fínt að fara bara í vinnu kl:8 og koma heim fyrir kvöldmat, fá sér að borða, í sturtu, horfa á sjónvarpið og svo upp í rúm að sofa??? Það gerist ekki betra er það nokkuð? Nei ég veit ekki hvernig heimilið liti út ef að þeir ættu að sjá um þetta allt saman og hvernig yrði það með börnin og skólann og íþróttirnar já og allir þessir foreldrafundir/viðtöl??? Já nei takk ég held að það myndi ekki alveg ganga upp a.m.k. ekki á mínu heimili he-he. Jæja systa ég bið bara að heilsa í bili og vona að þetta fari nú allt að ganga með litla stubb. Hugsa til ykkar á hverjum degi (nú fer maður að tárast), farið vel með ykkur og Guð veri með ykkur elsku Berta mín. Skilaðu kveðju til strákanna þína, já og það biðja allir voða vel að heilsa hér í Lyngholtinu.

Saknaðar kveðjur þín systir.

Erla Kristín. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband