Leita í fréttum mbl.is

Hvar er flödesósan???

Eitt af þeim fáu skrýtnu orðum sem maður lærði í dönsku í skóla hér í denn var orðið flöde...en fyrir ykkur sem ekki lærðuð setninguna "rödgröt med flöde", þá þýðir flöde rjómi. Í Danmörku er til fullt af rjóma í alls kyns formum og fituhlutföllum en hvergi nokkurs staðar sé ég flödesås!!!!
Síðustu x mörg ár hef ég notað flödesås í pökkum einna mest með mat....því hafði ég nú ekki áhyggjur af því að byrgja mig upp af því áður en ég flutti til flödelandsins mikla. Grænar baunir, pizzasósa og annað varð frekar fyrir valinu!! En það er sama í hvað búð ég fer hér í bæ hestanna.....hvergi til flödesås!!!
Þannig að fyrir ykkur sem viljið gleðja einmana húsmóður, þá væri vel þegið að fá sendan sósapakka við tækifæri....bara svona ef þið skylduð vinna solleiðis á tombólu og vilduð ekki nota til eigin matargerðar.....kostnaður greiðist af móttakanda.

Allavegana....dagurinn í dag hefur liðið frekar hægt, en örugglega. Fjölskyldan fór öll á fætur rúmlega 7 og svo var skólastrákunum skutlað í skólann. Fyrsta ferð var klukkan 7:50, komið við á Ranunkelvej og tveir bekkjarfélagar Ragga teknir með og ferðinni heitið í Vitus Bering. Klukkan 8:20 var önnur ferð farin til Genved, en Hlynur átti að mæta sinn fyrsta skóladag í morgun. Allt gekk vel í morguntraffíkinni, kom reyndar á óvart að fleiri hjól eru á götunum en bílar og eiga hjólin alltaf réttinn og því vissara að vera með augun á 360° því þessir hjólavitleysingar skjóta upp kollinum á hverju horni. Þegar við Hermann komum heim um 9 leytið þá fengum við okkur jógúrt og Cocoa puffs útá (frá Íslandi off kors því puffsið er ekki heldur til í Danmörku!!) Eftir frekar látlausan dag voru skóladrengirnir sóttir aftur í skólann og farið út að fríkka upp á lóðina og smúla niður köngulær og vefi af þakskegginu....en köngulær eru eitt af því sem nóg er af í Danmörku!!

Jæja.....best að hlunkast í eldhúsið og finna eitthvað í gogginn handa þreyttum svöngum skólastrákum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég skal koma með flödesósu fyrir þig Berta mín.  En mér rennir nú samt í grun að póstkassinn þinn eigi eftir að fyllast eftir þessa færslu, heh

Kolbrún Jónsdóttir, 3.9.2007 kl. 16:45

2 identicon

Heldurðu það....eru margar tombólur í gangi núna????

Ég (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:43

3 identicon

Sæl Berta mín. En hvað þú ert góð að stjana svona við kallana. Ég er sko alveg til í að vera í fóstri hjá þér  Við "stúlkurnar" gætum haft náttfatapartí og kósý. Svo hvenær á ég að koma??

Guðmundur Þór Jónsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Veistu Gummi minn.....þú mátt sko mjög gjarnan vera í kaffi hjá mér alla daga frá 7:50 til 16:00, ég held að Hermann yrði líka mjög glaður með það Svo gætum við haldið partý svona endrum og eins til að brjóta upp kvöldin fyrir framan imbann og tölvuna

Berta María Hreinsdóttir, 4.9.2007 kl. 06:07

5 identicon

Hey!!

Ég sendi gamla settið með flöðesósur í öllum mögulegum sortum, það gengur engan veginn að vera flöðesósufrír í lífinu :-)

Bjögga (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 12:04

6 identicon

Hæhæ!

Gaman að sjá að þú ert farin að blogga.. og veistu það er fullt af tombólum í Kópavoginum núna...:) Vá hvað ég væri til í að kíkja á þig í kaffi nokkra daga hehe :)

kv.Hobban

Hobba (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband