Leita í fréttum mbl.is

Afmælishelgin búin og ég enn hálf lasin:(

Já það var heldur betur haldið upp á afmælið hér á laugardaginn.....um 30 manns mættu í mat og drykk og sátu sumir lengur en aðrir....eða fram yfir Evróvision. Á sjálfan afmælisdaginn hélt ég mömmuklúbb og bauð upp á pastasalat og kaloríubombueftirétt en þá var einnig fullt hús þar sem öll "verkfallsbörnin" komu líka ásamt mömmum sínum, bumbubúum og nýfæddum krílum. Veðrið var æðislegt og gátu krakkarnir því leikið sér úti á meðan við mömmurnar sátum inni og töluðum. Á afmælisdaginn fékk ég líka tvær sendingar frá Íslandinu....einn pakka frá tengdó og einn frá Elsu Þóru vinkonu. Á fimmtudeginum fékk ég svo enn einn pakkann, og var það frá Þórunni minni á Húsavík....TAKK FYRIR GJAFIRNAR OG NAMMIÐ ELSKU TENGDÓ, ELSA OG ÞÓRUNN**

Raggi að grilla í mannskapinnKrakkar í fótbolta í afmælinuSteinunn, Hallur og Finnur í góðum gír að horfa á EvróvisionGummi og Jón Ingi hressir og kátirGóðar vinkonur..ég, Kolla og Kidda

Á fimmtudaginn fórum við í mat til Kollu og co. ásamt Gumma vini mínum sem kom til okkar á þriðjudaginn og var horft á undankeppni Evróvision með miklum áhuga....enda var rekið upp heljarinnar óp þegar í ljós kom að Ísland yrði með í úrslitunum:)

Á laugardaginn hélt ég síðan upp á afmælið mitt með pompi og prakt. Við Kolla vorum búnar að undirbúa mestan matinn deginum áður og verð ég að segja að án Kollu minnar hefði ekki orðið nein veisla....hun útbjó hvern réttinn af fætur öðrum á met tíma á meðan ég snérist í hringi og snýtti mér í hverja eldhúsrúlluna af fætur annarri. En einhvern veginn hafðist þetta allt saman og samanstóð veisluborðið af mörgum girnilegum réttum. Þegar líða tók á kvöldið fóru flestir heim, enda nánast allt barnafólk, en nokkrir sátu þó lengur og horfðu á Evróvision, þar með talin Gummi, Kidda og Kolla:) Í gær, sunnudag, fengum við okkur bíltúr til Árósa til að skutla Kiddu minni heim og Gumma í tívolí með Kollu og co. Ég hins vegar treysti mér ekki í tívolí og fór beint í rúmið þegar ég kom heim og lá þar nánast fram að kvöldmat.....gjörsamlega búin á því eftir frábæran afmælisdag með skemmtilegu fólki.......takk fyrir alla hjálpina elsku Kolla mín og takk elsku vinir fyrir góðan dag og allar fallegu gjafirnar** Einnig vil ég þakka þeim sem gáfu mér afmælispening kærlega fyrir mig......takk mamma og pabbi, tengdó, Begga og Valli og Elísa og Jón**

Annars hefur vikan einkennst af ömurlegum veikindum með tilheyrandi höfuðverk, tannverk, lungnaverk, frunsum og svitakófi. Þó mest pirrandi.....svefnleysi, því í heila viku hef ég ekki getað sofið nema örfáar klukkustundir á hverri nóttu vegna hósta og verkja. Ekki alveg að gera sig fyrir kasólétta konu með gest frá Íslandi, barn í verkfalli frá leikskólanum, afmælisundirbúning í gangi og karl í verkefnaskilum í skólanum! En einhvern veginn hefur nú vikan samt gengið.

Á morgun er svo planið að stjana aðeins við Gumma þar sem hann fer heim annað kvöld og ég lítið verið í "stjanstuði" þessa daga sem hann hefur verið hérna hjá okkur. Kolla hefur séð um þá hlið að mestu leyti en saman höfum við hugsað okkur að fara með hann til Vejle á morgun. Þannig að það er bara að vona að ég vakni hress og kát á morgun, án hors og hósta;)

Guðrún María var 8 ára í gær......til hamingju daginn elsku frænka**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir pakkann elsku Berta,Raggi og Hermann. Kjóllinn passar alveg og ég verð vonandi voða fín í honum þegar að ég kem til ykkar,flott að fá svona sumarkjól. Hlakka til að hitta ykkur. Kossar og knús ykkar Guðrún María.      p.s. það biðja allir voða vel að heilsa.

Guðrún María. (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Elsku Berta. Þú stjanaðir þvílíkt við mig. Komst fram við mig eins og drottingu eins og alltaf. Flýttu þér að verða frísk. Hafið það gott. Koss Knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.5.2008 kl. 16:50

3 identicon

Til hamingju með afmælið Berta mín.  Vonandi nærðu þessum flensu skít úr þér fljótt.  Þetta er ekki skemmtileg flensa sem er að ganga.  Hér liggja bæði börnin og Steini og hafa verið frekar mikið veik.  Mæli ekki með þessu. 

Allavega láttu þér batna og hugsaðu vel um þig.  Það fer að styttast í fjölgunina. 

Elín Hulda (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir yndislega samveru elsku Berta mín, Raggi og Hermann í afmælinu þínu, í skutlinu, á "grensunni" og svo síðast í gær með þér og Kollu í afmælinu mínu. Ástarþakkir fyrir alla hjálpina og eins og ég sagði hjá Kollu þá er ekki amalegt að eiga yndislega vini sem hrista eitt stykki veislu fram úr erminni á korteri á meðan maður skellir sér í sturtu .

Ástarþakkir líka fyrir fallegu gjöfina. Þið stöllur þekkið sko ykkar konu vel!

Kristbjörg Þórisdóttir, 31.5.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband