Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju með daginn sjómenn!

Í dag er sjómannadagurinn heima á Íslandinu en hér í Danaveldi er hann ekki til....allavegana ekki svo ég viti til. Ég hef alltaf dáðst af sjómönnum fyrir að geta verið í svona vinnu, enda finnst mér sjórinn ógnvekjandi og hræðist hann mikið. Þegar við fluttum út í fyrra fórum við með Norrænu og verð ég að viðurkenna að mér leið ekki vel um borð, í hvert sinn sem báturinn tók smá veltu fékk ég alveg hnút í magann. En sem betur fer eru ekki allir eins og ég.

Kidda afmælisbarnHelgin hjá okkur hér á "Hesteyri" hefur verið mjög skemmtileg. Á föstudaginn brunuðum við á "grensann" og keyptum gos fyrir sumarið, enda von á fjölmörgu fólki í sumar og eins og staðan er núna þá lítur allt út fyrir að það verði steikjandi hiti í allt sumar. Kidda vinkona fór með okkur að versla og þegar við komum tilbaka rúmlega 6 þá skellti ég mér í sparifötin og við tvær ásamt Kollu brunuðum til Árósa, heim til Kiddu í partý en hún var að halda upp á 30 ára afmælið sitt um kvöldið.  Það var mjög gaman að kynnast "hinum" vinkonum Kiddu sem maður hefur svo oft heyrt um en aldrei hitt. Ef ég væri ekki ófrísk þá hefði ég svo sannarlega notið þess að fá mér í glas með stelpunum, farið í heita pottinn og jafnvel á djammið niður í bæ.....svei mér þá! En það verður kannski bara næst....eða þarnæst;) Við Kolla komum svo heim ganga tvö, alsælar með þessa stelpuferð okkar. Takk fyrir skemmtilegan dag Kidda mín og gott partý;)

Í gær fórum við Raggi í bæinn að ganga frá ýmsum lausum endum og var planið að panta vöggu, en það er ein búð í bænum sem hefur séð um að leigja fínar vöggur handa nýbökuðum foreldrum. Því miður var okkur sagt að þeir væru nýhættir með þessa þjónustu. Arg....En þrátt fyrir að það sé til vagga í fjölskyldunni þá tek ég ekki sjénsinn á að fá hana senda til Danmerkur....enda flugfélögin ekki þekkt fyrir að fara vel með farangurinn í vélum sínum.

Gaman að ströndinniVið Hermann á ströndinniUm kaffileytið ákváðum við að kíkja á ströndina í Saksild en þangað fara víst flestir til að sóla sig og njóta lífsins en við höfðum aldrei farið þangað áður. Ekki sáum við eftir því að fara þangað....algjör snilldar strönd, risastór með fíngerðum sandi og naut Hermann sín alveg í botn. Hafgola var þónokkur þannig að hitastigið var alveg passlegt.....en heima á palli var ekki hægt að vera sökum hita.

Í dag hefur íbúðin verið þrifin, bíllinn sjænaður og rúmfötin þvegin og viðruð. Planið er svo að kíkja í kaffi í Egebjerg til Halls og Steinunnar og sjá hvernig þau hafa komið sér fyrir í nýju fínu íbúðinni sinni....já og ætla kallarnir að læra pínu líka á meðan við kellurnar slúðrum.:) Síðan eigum við von á Lindu frænku minni og Kidda í mat í kvöld, en þau eru í ferðlagi frá Íslandi og ætla að eyða kvöldinu með okkur og verður æðislegt að hitta þau:)

Annars er það að frétta að ég er ekki að meika þennan hita hér í Danmörku....hitinn hefur verið hátt í 30 gráður, jafnt inni sem úti og gat ég ekki sofið í nótt fyrir hita. Núna verða vifturnar pottþétt dregnar fram og þær hafðar í gangi á næturnar svo ég geti sofið.....ekki alveg að gera sig að vera komin 8 mánuði á leið í þessum hita....og þetta á örugglega bara eftir að versna!

Og þá eru það afmæliskveðjurnar.....
Gulli elsti bróðir varð 42 ára í fyrradag, Sigrún æskuvinkona er 30 ára í dag, Erla systir mín verður 32 ára á morgun og Hermann tengdapabbi verður 57 ára þann 3ja.....Innilega til hamingju elsku Gulli, Sigrún, Erla og tengdapabbi:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Æji takk elsku Hlynur.....æðislegt að fá að heyra svona

Berta María Hreinsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:24

2 identicon

Kærar þakkir fyrir kveðjuna elsku Berta mín ;*

Sigrún K (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt kvöld hjá ykkur. Þú verður með þeim þegar þú getur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 2.6.2008 kl. 08:54

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þúsund þakkir enn og aftur fyrir samveruna á afmælinu mínu og ALLA hjálpina. Munar ekkert smá mikið að eiga svona dugnaðarforka fyrir vini þegar maður er með ammæli!

Og ég tek algjörlega undir með Hlyni, þú verður bara glæsilegri og glæsilegri eftir því sem líður á meðgönguna. Ekki amalegt það!

Kristbjörg Þórisdóttir, 2.6.2008 kl. 10:48

5 identicon

Hæ hæ Berta mín og takk fyrir afmæliskveðjuna. Við sjáumst svo eftir viku,get varla beðið (er farin að tárfella núna bara við tilhugsunina um að ég sé að koma...snökkt snökkt). Jæja systa við verðum í bandi,farðu vel með þig. Já og eitt enn þú lítur rosalega vel út. Kossar og knús þín systir.

Erla Kristín. (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:37

6 identicon

Hæ!

Slysaðist inná bloggið þitt.

Langaði að benda þér á að það er hægt að fá leigðar vöggur hjá BabySam. Það eru held ég tvær í Vejle og amk ein í Kolding og Árhus.

Þær eru leigðar út í 4 mánuði minnir mig.

 Kv, Kristín Alma Horsens búi

Kristín Alma Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hver er ég?

Berta María Hreinsdóttir
Berta María Hreinsdóttir

Er Húsvíkingur í húð og hár....gift byggingarfræðinema og eigum við tvo fallega stráka . Er þroskaþjálfi og bý í Horsens, Danmörku. Blogga um það sem mér dettur í hug hverju sinni, en sleppi pólítík og öðru sem ég hef takmarkaðan áhuga á!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband